Fréttir 2011

Heim
Fréttir
Hrossin okkar
Myndir
Til sölu
Björg 1
Tenglar

31.12.2011
Jæja, þá er árið á enda og eftir sitja minningar um margt skemmtilegt sem gerðist. 

         
 Viðari tókst að sigra Dag á Sísí              Brúnkurnar okkar             Kynbótasýning Binný Ae 7.98 ohh!

         
  Frábæru dönsku vinnukonurnar     Kormákur stallion kom í heiminn     Lúðvík (Lúlli matt) líka

         
    Vonsíponsí aftur í keppni           Demantur frá Hraukbæ keyptur    og þessi gekk út - sorry stúlkur

         
   Landsmótskandídat frá okkur             og annar kandídat                     Leynigesturinn var
       Brynhildur og Fanndís                Draumur og Biggi Árna             Gári frá Auðsholtshjáleigu

         
  Bóndinn í uppskurð - mátti ekki     þessi var valin mynd ársins,          Skriðuland off - Mílano inn
  fara á bak mánuðum saman             mjög beygður maður

         
  Efnilegasti knapi ársins.....          Sumir þurfa alltaf að merkja          Fótaburðavinner ársins!
                                                       - ég var hér-

                                
                                                Gleðilegt nýtt ár!                                            

22.12.2011
Þeir voru í essinu sínu í dag frændurnir Viðar og Jón Páll - heimtuðu myndatöku á fljúgandi hálum ísnum.  Fyrst til afkasta voru systkynin þau Amanda Vala og Adam en þau eru sammæðra.
                       
               Jolli og Adam frá Skriðulandi             Viðar og Amanda frá Skriðulandi

Næsti túr voru þau Binný og Úlfur Markúsarsonur.
                        
                Jolli og Úlfur frá Kommu                     Viðar og Binný frá Björgum

Þriðji og síðasti túrinn voru Molasysturnar Björg og Gullinstjarna teknar til kostanna.
                        
              Jolli og Gullinstjarna frá Höfða               Viðar og Björg frá Björgum
           

13.12.2011
Við höfum undanfarnar vikur verið á dansæfingum að æfa nýjasta jóladansinn og hérna er svo útkoman.
Gleðileg jól allir okkar vinir! JÓLAKVEÐJA FRÁ BJÖRGUM

05.12.2011
Fósturdóttir okkar hún Nilla kom í smá helgarfrí frá Hólaskóla til að líta aðeins upp úr náminu og komast í bjargarloftið.  Skrapp í reiðtúr og auðvitað varð "Björg" fyrir valinu.  Á meðan kvöddum við Lúlla loftbelg en hann er komin með nóg af plássum í bænum - höldum samt að hann hafi ekki þolað samkeppnina því síðasti reiðtúrinn hans var í samreið við bóndann á keppnishrossunum og þegar heim var komið fór hann að undirbúa fluttning á hrossunum sínum...?:) Sjáumst hress Þorbjörn!
                       
                  Nilla í Bjargarblús                                   Lúlli kveður

05.12.2011
Vorum að uppfæra sölusíðuna okkar og er Draumurinn okkar kominn á listann.
                                      
                                               Draumur til sölu!

25.11.2011
Þá eru útreiðarnar hafnar og getum við ekki annað sagt en að hrossin byrji vel.  Húsbóndanum er skammtaður hrossafjöldi yfir daginn en hann á erfitt með að halda sér við mörkin - það er svo gaman að geta riðið út og ekki skemmir færið, snjór yfir öllu.  Ljósmyndarinn náði skotum af húsbóndanum í dag á nýjasta brúnkumeðliminum henni Þórdísi frá Björgum.  Mjög efnileg Moladóttir.
                       
                     Þórdís og Viðar                            Efnilegur brúnkumeðlimur

09.11.2011
Og þá kom að því - karlinn kominn í hnakkinn eftir margra mánaða bið.  Bara fara rólega og vona að allt verði í topp lagi.  Erum búin að taka nokkur hross inn og höfum verið að undirbúa hitt og þetta fyrir veturinn.  Fengum t.d. nokkra bíla af fjörusandi til að mýkja hallargólfið.  Nú, svo ætlar hann Þorbjörn Hreinn (Lúlli Matt.) að vera hjá okkur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.  Loksins búið að sameina Loft og Loftbelg:-)
                       
             Fyrsti reiðtúrinn eftir uppskurð                Lúlli loftbelgur mættur

                       
                  Ilmandi fjörusandur                              Búið að jafna!

07.10.2011
Þá er drottningin okkar hún Þóra frá Björgum komin heim fylfull við Hrym frá Hofi.  Við eigum fyrir veturgamla meri undan sömu foreldrum hana Þórey frá Björgum og erum við alveg heilluð af henni.  Hérna er svo yfirlit yfir stóðhestana sem við notuðum  í sumar:
                       
                    Hrymur frá Hofi                              Fróði frá Staðartungu
              + Þóra, Brana og Vanja                          + Venus og Sóldís

                       
                  Viti frá Kagaðarhóli                            Fálki frá Björgum
                + Lilja frá Möðruvöllum                       + Kata frá Björgum          

30.09.2011
Nú er rólegt í hestamennskunni hérna.  Öll hross í fríi og meirihlutinn fær að þvælast frjáls í fjallinu okkar.
                       
                 Allir að safna hæfileikum!               Svona leit himininn út í morgun -
                                                                           hvílíkt flott!

11.09.2011
Þá er Liljan komin heim og sónuð með 17 daga fyli við Vita frá Kagaðarhóli.  Gaman að fá Lúðvík(Lúlla Matt) heim og sjá breytinguna á honum - rosa flottar hreyfingar í kappanum.  Einnig er gaman að fylgjast með litadýrðinni okkar honum Kormáki Kötu og Kvistsyni.  Alltaf að skýrast betur sokkar og stjörnur.
                       
             Lúðvík - Lilju og Ódeseif sonur            Kormákur - Kötu og Kvist sonur

07.09.2011
Smá upprifjun hérna.  Náðum svo góðri mynd af Fjölni Þorgeirs á Landsmótinu góða.  þetta var á settningunni - kanski fannst honum ræðuhöldin frekar langdregin....
                       
              Fánareið og ræðuhöld í nánd.                 "ready steady Lars"

23.08.2011
Síðasti vinnudagurinn hjá þeim dönsku og hvað annað en að rífa undan!  Takk fyrir sumarið dúllurnar okkar :-)
                       
             Þessir danir - redda sér alltaf!             Knúúúús frá okkur á Björgum
             

22.08.2011
Dönsku vinnukonurnar og heimasætan tóku þátt í Stórmóti Hestamanna á Melgerðismelum um helgina.  Nanett fór með Von í tölt og B flokk, Nilla fór með Gátuna sína í tölt og Björg í B flokk og Fanndís fór með Amöndu Völu í unglingaflokk og í A og B flokk fyrir hönd pabba síns.  Fanndís náði inn í B úrslit í B flokk á Brynhildi og var ekkert smá monntin yfir því.  Endaði í neðsta sæti en það skipti engu máli því þetta fannst henni vera málið "að keppa við alla þessa stóru".  Hún komst líka í úrslit í unglingaflokknum og setti nýtt persónulegt met eða 8,51 sem gaf henni þriðja sætið.  Svo getum við ekki annað en dáðst að hestakosti þeirra hjóna Helgu og Gumma Bauta, frábær floti sem trónaði í fremstu sætum!
         
        Nanett og Von                             Nilla og Gáta                             Nilla og Björg

         
      Fanndís og Brynhildur                    Fanndís og Sísí                      Fanndís og Amanda Vala

         
          B úrslit B flokkur                         A úrslit B flokkur                    úrslit unglingaflokkur 

14.08.2011
Vorum að uppfæra nokkur hross á sölusíðuna okkar.
                                     
                                       Perla frá Björgum - Til sölu

08.08.2011
Fórum á Einarsstaðamót um helgina.  Þetta var mjög gaman, knapar að prófa ný hross, nýjar greinar og húsbóndinn nýttur í botn sem hestasveinn því hann er að fara að leggjast undir hnífinn og má því ekkert ríða út.  Heimasætan notaði tækifærið og reyndi fyrir sér í A flokk með Sísí en skeiðið klikkaði í forkeppninni.  Hún sannaði þó fyrir okkur að hún gæti lagt merina því hún skráði hana í 100m. skeiðið og lá báða sprettina:-)  Nilla fór með Björg í tölt og B flokk og Nanett mætti með Fálka í B flokk.  Fanndís var auðvitað með Brynhildi sína í mjög sterkum unglingaflokki og Helgi Valur aðstoðartamningarmaður fór á kostum með Spæni í A flokk - erum að skoða ráðningarsamninginn hans......
         
     Fanndís og Brynhildur                 Fanndís og Sísí A flokkur             Fanndís og Sísí 100m.skeið

         
  Nilla og Björg B flokkur og tölt        Nanett og Fálki B flokkur                  Hestasveinninn

         
  Helgi Valur og Spænir A flokkur       eitthvað fór úr"skeiðis"             Karlinn kominn með gult spjald
                                                                                                Usssusss Guli Valur!

19.07.2011
Fórum í rekstur í góðra vina hópi inn í eyjarfjörðinn fagra.  Þetta er svo nauðsynlegt fyrir hrossin að komast í svona ferðir, fórum ekkert síðasta sumar vegna hestapestar svo að þetta var kærkomið fyrir bæði menn og hross.  Frábær ferð, frábært veður og frábærir ferðafélagar:-)
         
  Rekið saman á Melgerðismelum     Alvarlegir kúrekar á ferð...          Girt fyrir þreytta ferðalanga í
                                                                                            lundinum okkar góða.

Það hefur gengið yfirburða vel með nýja Hraukbæinginnn okkar.  Fljótur að læra og geðslag alveg frábært.  Búið að finna nafn á gæðinginn og heitir hann Demantur frá Hraukbæ. 
         
     Teymist eins og hundur             Alltaf gott að komast í frelsið      Læddum þessari með - hvað ætli
                                                                                             sé verið að spá?

10.07.2011
Firma og bæjarkeppni Framfara var haldið hér á Björgum um helgina og auðvitað var góð þáttaka frá okkar fólki enda ekki langt að fara.  Húsbóndinn er allur að koma til og lét sig hafa það að vera með.  Þetta var skemmtilegt mót og veðrið frábært - loksins!
         
   Fanndís og Björg frá Björgum        Karen og Sísí frá Björgum               úrslit unglingaflokkur

         
   Viðar og Binný frá Björgum      Björgvin og Amanda V.frá Skriðulandi       úrslit karlaflokkur

         
   Nanett og Þórir frá Björgum     Þórir er aðeins þriggja mánaða taminn      Nanett og Von

         
    Nilla og Perla frá Björgum         Nilla og Sörli frá Hárlaugsstöðum        úrslit kvennaflokkur

         
Helgi og Spænir frá Hafrafellstungu    Jónína og Snillingur frá Grund          úrslit bændaflokkur

         
  Nanett og Styrkur frá Björgum       Viðar og Sísí frá Björgum                     úrslit skeið

                                             
                                           og síðast en ekki síst - sjoppugengið

04.07.2011
Þá er langþráða landsmótið yfirstaðið og má segja að þetta hafi nú verið biðarinnar virði, þvílíkur hestakostur.  Húsbóndinn tók nú upp á því að lenda undir hnífnum viku fyrir mót þannig vinur vors og blóma hann Birgir Árnason tók að sér að spreyta sig á Draum.  Hefði bara þurft lengri tíma til að æfa sig því Draumur hefur verið algjört einkaverkefni Viðars undanfarin ár.  Fanndísi gekk vel á Brynhildi sinni en lenti í þeirri leiðinlegri stöðu að detta út úr milliriðli á þriðja aukastaf.  En mótið var frábært þrátt fyrir erfiða veðurbyrjun.  Tókum með okkur leynigest heim, veist þú hver þetta er?
         
      Fanndís og Brynhildur                   Birgir og Draumur                  Viðar og leynigestur...?

22.06.2011
Skruppum í heimsókn til Diddu og Kristins í Hraukbæ og keyptum eitt:-)  Þetta er veturgamall hestur undan Dal frá Hólakoti og fósturdóttur okkar henni Perlu frá Hraukbæ en við eigum tvö undan henni fyrir.  Það eru þau Fálki frá Björgum og Perla frá Björgum.  Þessi veturgamli foli heillaði okkur alveg upp úr öllu með þvílíkum flottum framparti og ekki skemma hreyfingarnar fyrir heldur.
                                     
                                          Demantur frá Hraukbæ

18.06.2011
Heimasætan æfir sig á fullu þessa dagana fyrir Landsmót.  Hún komst inn með tvö hross í úrtöku Léttis eða þau Spæni og Brynhildi en þar sem hún er í unglingaflokki þá varð hún að velja á milli.  Brynhildur var aðeins hærri þannig að hún varð fyrir valinu.
       
                                 Fanndís og Brynhildur æfa sig fyrir Landsmótið

Það verður hart barist hjá feðginunum því húsbóndinn komst einnig inn með sömu einkunn og dóttirin eða 8.33.  Hans hestur er Draumur frá Björgum og keppir hann í B flokki.

17.06.2011
Hæ hó jibbíjey og.......... Dönsku vinnukonurnar okkar brunuðu til Dalvíkur og tóku þátt í töltmótinu þar.  Nanett fór með Björg í hennar fyrstu töltkeppni og gekk bara mjög vel eða 6.10.  Nilla fór með Gátuna sína en það er Kraftsdóttir sem hún keypti í lok síðasta árs.  Gekk einnig mjög vel eða 6.77.  Þannið að danirnir komu brosandi heim!
                         
            Björg frá Björgum og Nanett                   Gáta frá Hólshúsum og Nilla

11.06.2011
Og aftur var lagt af stað á kynbótasýningu og nú til Akureyrar.  Fórum með Hróðsdótturina okkar hana Perlu frá Björgum og gerðum aðra tilraun með sprengjuna okkar hana Binný.  Perla fann sig ekki alveg þarna enda í fyrsta skiptið að heiman. Aðaleinkunn hennar varð 7.56 en hún á mikið inni þessi meri.  Gekk betur með Binný en hún endaði í einstaklega leiðinlegri aðaleinkunn eða 7.98.
                         
                 Perla frá Björgum                                  Binný frá Björgum

08.06.2011
Stóðhestur no.2 í ár er fæddur.  Lilja kastaði í gær fífilbleiku stjörnóttu hestfolaldi en hann er undan Ódeseif frá Möðrufelli.  Hefur fengið viðurnefnið - Lúlli Matt:-)
         
      Lilja og .....Lúlli Matt              hmmm... hvernig næ ég í sopa      já, svona vil ég hafa mömmu

04.06.2011
Goðamót Léttis.  Þar sem þetta er síðasta skiptið sem að heimasætan getur tekið þátt í þessu móti þá létum við slag standa og skráðum Fanndísi á meirihlutann af brúnkunum.  Gekk risa vel hjá henni þar sem hún hefur ekkert verið að ríða á þessum merum, kom þeim öllum í úrslit og endaði í öðru sæti bæði í tölti og fjórgangi (öðru til þriðja í fjórgangnum).  Til hamingju Fanndís okkar :-)
         
  Björg og Fanndís í fjórgangnum          frábærar saman                        annað - þriðja sætið

         
     Sísí og Fanndís í töltinu            Amanda og Fanndís líka tölt        Amanda og Fanndís enda í öðru

29.05.2011
Fórum með á kynbótasýninguna á Dalvík þrjár merar.  Þetta voru þær Binný og systurnar Sísí og Björg.  Eins og svo oft í kynbótasýningum er bæði um gleði og vonbrygði.  Sísí náði fyrstu verlaunum fyrir hæfileika eða 8.09, Björg fór bara í fínar hæfileikatölur m.a. 8.5 tölt - 9 stökk en svo gekk ekki alveg upp með hana Binný okkar.Hún bara fann sig ekki á vikurvellinum. En hrikalega er þetta nú skemmtilegt.
         
         Sísí frá Björgum                        Björg frá Björgum                     Binný frá Björgum

                   Alltaf gaman að fá verðlaun frá "Glæsibæjarkónginum"

                           
                  Björg þriðja í sínum flokki                    Sísí í öðru sæti í sínum flokki

En stjarna dagsins hérna á Björgum er nýjasti stallioninn.  Þetta var það sem beið okkar í bítið í morgun
                                                   
                                                        Kötu og Kvist sonurinn!

16.05.2011
Tókum þátt í "maraþon"vormóti Léttis.  Þetta mót fer nú ekki á topp tíu listann okkar, furðulegir dómar og langdregið með eindæmum.
         
       Spænir og Fanndís                     Styrkur og Nanett                         Björg og Viðar
        unglingaflokkur                        5. sæti fimmgangur                          fjórgangur
                              
                       Sísí og Viðar                                           Von og Viðar
                  2. sæti fimmgangur                                           tölt

09.05.2011
Loksins loksins rekstur:-) Gangurinn okkar kláraðist um helgina og fórum við fyrsta prufutúrinn í dag.  Allt gekk eins og í sögu, bara ein skeifa af!
         
         Flott halarófa                    Nanett og Styrkur leiða hópinn          Skítug en hamingjusöm

         
            "pittstoppið"                    Enn eitt momentið hjá Binný          og mynd dagsins er af Sísí

03.05.2011
Fórum með atriðið okkar "Brúnkurnar" í Skagafjörðinn á Tekið til Kostanna.  Rosa gaman að vera með í svona sýningu og auðvitað alltaf gott að koma á Krókinn.  Húsfreyjan hafði Video vélina með og er hægt að sjá sýninguna okkar hérna: http://www.youtube.com/watch?v=KhfOeIm9E7c

 
      Von og Biggi              Amanda og Nilla           Sísí og Nanett               Viðar og Björg         

23.04.2011
Loksins loksins gott veður.  Það eru allir orðnir hundfúlir yfir þessu endalausa roki og loksins létti til í dag.  Þau nutu sín vel húsbóndinn og Nanett á stóðhestunum Fálka og Þór í blíðunni!
                                        
                                                   Þór og Fálki

17.04.2011
Tókum þátt í sýningunni Fákar og Fjör með atriðið - Brúnkurnar.  Tókst bara vel til, mikið lagt á dönsku vinnukonuna okkar hana Nanett en hún er ný komin frá Danaveldi og hafði því lítinn tíma til að æfa sig á henni Sísí.  Fengum góðan liðsauka, hann Birgir Árnason tók að sér að sýna Von.  Nilla var á Amöndu Völu og húsbóndinn á Björg.  Húsfreyjan skellti sér í tískubúð og keypti skart á Brúnkurnar sem vakti mikla athygli.
                                        
                                                     Brúnkurnar

                           
                  Von og Biggi Árna                                Amanda Vala og Nilla

                           
                    Sísí og Nanett                                      Björg og Viðar

10.04.2011
Þá er skemmtileg helgi að taka enda.  Egill Þórarinsson var með námskeið í reiðhöllinni okkar á vegum Jóns Péturs úr Staðartungu og nýtti húsbóndinn sér þetta að sjálfsögðu.  Skemmtilegur karakter hann Egill og algjör viskubrunnur.  Einnig var hafist handa við rekstrarleið sem hefur verið í deiglunni hjá okkur í þó nokkur tíma.  Ætlum við að girða beint út frá gerðinu okkar, í gegn um Möðruvelli og enda hjá Vigni og Jónínu í Litlu Brekku.  Þetta mun vera c.a. 5km.  löng leið.
                            
              Binný "vonarstjarnan" okkar                         Binný, Egill og Viðar

25.03.2011
Jæja þá er skemmtilegri Kea mótaröð lokið.  Lokagreinarnar T2 og skeið.  Viðar fór með tvö hross í T2 þau Spæni og Amöndu Völu og kom út eftir forkeppni í öðru og fjórða sæti.  Amanda var hærri svo að húsbóndinn valdi hana og hélt hún öðru sætinu í úrslitunum.  Í skeiðið fór Viðar með Sísí og var lagt upp með fyrst einn seif og leggja svo allt undir í seinni.  En viti menn, skeifa flaug af strax í byrjun seinni sprettar svo að það verður bara tekið á því næst.  Svo lokaniðurstaðan varð Eyjólfur nr.1, Stefán nr.2 og herra Viðar nr.3 annað árið í röð.  Takk fyrir okkur Kea mótaröð - nefnd fyrir frábært mót!
                             
               Spænir og Viðar í T2                              Amanda Vala og Viðar í T2

                             
                      Úrslitin í T2                                 Lokaniðurstaðan í stigasöfnuninni

20.03.2011
Áttum aldeilis skemmtilega helgi á suðurlandinu.  Fórum með Vonina okkar í hennar fyrsta gigg eftir miklu veikindin sín á Stóðhestaveislu í Rangárhöllinni á Hellu í afkvæmahóp Hryms.  Þetta var stórskemmtileg sýning og fullt af góðum hrossum.  Systir Vonar hún Dögg frá Steinnesi heillaði okkur alveg upp úr skónum - rosaleg hryssa!  En það sem stendur upp úr hjá okkur er að Von er öll á batavegi og gæti farið að styttast í hennar fyrstu keppni á árinu.
                             
                      Von og Viðar                                       Dögg frá Steinnesi

Mikið gekk á í hesthúsinu hjá Daníel rétt fyrir sýningu:
          
  Jón Elfar með aðstoðarmenn í       Hárþurrkan var of flókin fyrir       Danni benti honum á að það væri
             að þvo Hrym                   kúabóndann - kom bara kallt       takki á vélinni: heitt - kalt

          
   Daniel höfðingi heim að sækja            Þóroddur í snyrtingu             Von strax farin að slá um sig

17.03.2011
KEA mótaröðin fimmgangur - og það kom að því.... Dagur frá Strandarhöfði þurfti að láta sér nægja annað sætið!  Viðar og Sísí fóru á kostum, urðu efst eftir forkeppnina með 6.50 og náðu að fylgja því eftir í úrslitunum með 6.86.  Go Sísí!!
                             
                Sísí tekur til kostanna!                    Þorri, Vignir, Baddi, Stebbi og winnerinn!
                                                                 t.h. Jolli meðeigandi og styrktaraðili mótsins.

Viðar fór með Amöndu Völu í Áskorandakeppni Riddarana í fjórgang á Sauðárkrók með liði Lúlla Matt, gerði sér lítið fyrir og sigraði fjórganginn með einkunina 6.77.
                                             
                                                  Viðar og Amanda Vala

05.03.2011
Lögðum leið okkar á Svínavatn í dag með þrjár merar skráðar til leiks.  Sísí í A flokk, Amanda Vala í tölt og B flokk og svo skoffínið okkar hún Björg í B flokk.  Gekk bara nokkuð vel, bindingur hér og þar en þær höfðu gott af því að æfa sig í ísreið.  Allt var þetta fest á filmu og settum við videoið af Björg hérna inn - fótaburðurinn var "aðeins" að þvælast fyrir henni!
          
           Sísí og Viðar                            Amanda og Viðar                      Björg og Viðar
           Video af Björg:  http://www.youtube.com/watch?v=AeDOnzyu1Ko
 

27.02.2011
Það fór illa fyrir fyrstu og einu fasteigninni sem Framfari átti.  Þessi fíni dómaraskúr sem stóð við hringvöllinn okkar virðist hafa sprungið í veðurofsanum sem var í byrjun janúar.
          
          Einu sinni var...                              núna.....                        og nokkrum metrum frá!

Og gaman var í dag hjá Þór.  Fórum með hann í smá sunnudagsbíltúr.....:-)
                                               
                                               Þetta finnst honum skemmtilegt! 

21.02.2011
Tókum þátt í Bautatöltinu og auðvitað fengu allir að vera með.  Heimasætan hún Fanndís fékk að velja fyrst því hún átti 17 ára afmæli sama dag og mótið var haldið og valdi hún Amöndu Völu.  Nilla kom í helgarfrí úr Hólaskóla og valdi Sísí, Björgvin fékk Brynhildi og húsbóndinn tók Spænir og Björg.  Gekk bara nokkuð vel nema hvað Amanda átti ekki góðan dag fyrir afmælisbarnið :-(
Það fór svo að Sísí og Nilla unnu innbyrðis viðureignina!
                              
                  Amanda og Fanndís meðan allt              Smá stresskast hjá bæði hrossi
                  lék í lyndi                                          og óvönum ísreiðarknapa

                              
                    Brynhildur og Bjöggi "cool"                      Sísí og Nilla "winner"

                              
                   Spænir og Viðar "ekki í fókus"                        Björg og Viðar

13.02.2011
Viðar fór með Björg í stuttan skemmtitúr og fékk litla systirin hún Þórdís að fljóta með.  Það var gaman að sjá þessar Molasystur njóta sín saman - hey, þetta rímar:-)
                              
                    Þórdís og Björgvin Helgason                         Björg og Viðar              

12.02.2011
Þá er Kea mótaröðin byrðjuð!  Fórum með tvær merar í þetta skiptið, þær Amöndu Völu og Björg.  Gekk bara nokkuð vel og endaði Amanda Vala í 8. sæti í furðulegum A úrslitum.
                              
                       Björg og Viðar 5.90                           Amanda Vala og Viðar 6.33

06.02.2011
Styrktarmót Léttis.  Notuðum tækifærið til að hringla aðeins með hrossin - Fanndís keppti á Amöndu Völu í fyrsta skipti, Nilla kom heim í helgarfrí frá Hólum og fékk að prófa Sísí á keppnisvellinum og Viðar mætti með litlu systir Sísíar hana Björg í keppnisfrumraun.  Systurnar Sísí og Björg fundu sig ekki alveg á mjúka gólfinu í Toppreiter höllinni en Fanndís náði að krækja í fimmta sætið í sínum flokki - unglingar.  Jolli meðeigandi hélt uppi heiðri Bjargarbúsins og gerði sér lítið fyrir og endaði í fjórða sæti í flokki meira vanir - góður Jolli!
                              
                     Fanndís og Amanda Vala                        náðu í fimmta sætið

                              
                             Nilla og Sísí                                     Viðar og Björg

                              
                         Jolli og Snillingur                           Jolli og Snillingur í fjórða!

30.01.2011
Tókum þátt í nýárstölti Léttis og Háhólshesta.  Gekk svona upp og ofan, Viðar fór með Amöndu Völu og Fanndís fór með Spæni.  Amanda var frábær í upphituninni en þegar inn í höll var komið fór hún öll inn í sig þannig að ekki gekk sem skildi.  Fanndís og Spænir voru efst inn í úrslit eftir forkeppnina en í úrslitum tók hinn öruggi og keppnisvani Spænir upp á nýjum gangtegundum og hraðabreitingum þannig að heimasætan endaði í fimmta sæti!
             
        Viðar og Amanda Vala                   Fanndís og Spænir                  Spænir í allt annari keppni!

16.01.2011
Ja nú erum við aldeilis í himnasælu.  Viðar hefur verið að dunda aðeins við þriggja vetra moladóttirina okkar hana Þórdísi og loksins gafst tími og veður til að prófa hana úti.  Og viti menn - allt galopið!  Þetta er eitt efnilegasta trippi sem við höfum komist í tæri við.
                             
                   Þórdís og Viðar á víga brokki                 Þórdís og Viðar á víga tölti

15.01.2011
Loksins loksins er hægt að ríða út.  Veðrið hefur verið svo hundleiðinlegt og því hafa allar tamningar farið fram innandyra.  Gerðum smá úttekt á nokkrum hrossum í dag:
                              
                     Amanda Vala og Viðar                               Perla og Viðar
  
                              
                          Fálki og Viðar                                     Fálki og Viðar

                              
                          Binný og Viðar                                    Binný og Viðar

             
                                      Og svo Moladóttirin hún Björg frá Björgum og Viðar

07.01.2011
Fyrsta frétt ársins hjá okkur er um hetjur - íslensku hestana.  Eftir að hafa upplifað eina vestu veðranótt hérna á Björgum þá var ekkert betra en þegar að glitti í útiganginn og sjá að allt var með felldu.  Þær voru ekki margar mínúturnar sem við festum svefn í nótt því hugurinn var hjá hrossunum sem þurftu að þola algjört veðravíti.
                            
                        Dásamleg sjón                             Þetta er íslenski hesturinn!

 

 

Hit Counter
Teljari settur í okt. 2009

Hrossaræktarbúið Björg 1 - IS601 Akureyri - ICELAND - Tel. +354 661 6111 - email: viddiogolla@bjorg1.is
Viðar Bragason og Ólafía Kr. Snælaugsdóttir
Vefhönnun: Anna Guðrún Grétarsdóttir