Fréttir

Heim
Fréttir
Hrossin okkar
Myndir
Til sölu
Björg 1
Tenglar

28.05.2015
Frábær folaldadagur í dag, Von frá Syðra-Kolugili kastaði myndar hestfolaldi í morgun og Kata frá Björgum kom svo með þessa fallegu meri nokkrum klukkustundum síðar.  Þannig að öll þrjú Lord folöldin okkar eru komin í heiminn!
           
          Haraldur frá Björgum                     Krútturnar okkar                      Kolfinna frá Björgum

22.05.2015
Nýi eigandinn af Sísí hún Emelie kom í heimsókn til okkar og lék sér í nokkra daga á gullinu sínu.  Gaman að sjá hvað þær blómstra saman.
           
                                Sísí frá Björgum og Emelie í góðum gír hér heima á Björgum
           
           Tekið til kostanna                       frábærar saman                Þær sænsku búnar að landa
                                                                                             Bjargarbrúnkunum Sísí og Þórdísi

20.05.2015
Þá er búið að fara á fyrsta útimótið í ár en þetta var hin eina sanna firmakeppni Léttis.  Ágætis mót og frábært að komast á útivöllinn með hrossin.
           
  Viðar alltaf montinn á Blesa               Fanndís og Hrafn frá Ósi          Lisa og Vænting frá Hrafnagili

11.05.2015
Loksins, loksins, loksins...... fyrsta folald ársins fætt.  Auðvitað fengum við meri undan Björg frá Björgum og Lord frá Vatnsleysu og hefur hún hlotið nafnið Maístjarna. Mikil gleði hér á bæ!!!!!
           
       Maístjarna frá Björgum                   flott halastjarna                    Björg svooooo mikil mamma

10.05.2015
Erum með mjög efnilegan ungfola á uppleið en þetta er hann Lexus frá Björgum.  Hann er undan Lilju frá Möðruvöllum og Vita frá Kagaðarhóli.  Miklar hreyfingar í þessum!
                            
                                            Lexus frá Björgum 3. vetra  

21.04.2015
Þá er það orðið staðfest....... yndislega Sísíin okkar er seld.  Þegar sænski hópurinn heimsótti okkur í september þá fékk góð vinkona Lisu að prófa Sísí og hefur hún ekki getað hætt að hugsa um þennan "draumareiðtúr".  Við heilluðumst líka að sambandinu sem myndaðist á milli þeirra og því fór sem fór.  Við fáum að njóta Sísíar aðeins lengur því hún fer ekki til Svíþjóðar fyrr en í haust.  Elsku Emelie Althén, til hamingju með þessa yndislegu drottningu.
                            
                 Emelie og Sísí frá Björgum               Sænskar vinkonur á Bjargarvinkonum 

20.04.2015
Tókum þátt í Norðlensku hestaveislunni um helgina og vorum með opið hús á laugardeginum.  Buðum upp á kræsingar að hætti Bautans, sýndum nokkra ungfola og skemmtum okkur vel með gestunum.  Frábært að taka þátt í þessu og vonandi á þessi hestahelgi eftir að eflast og styrkjast með tímanum.
         
         Fyrstu gestirnir                   Snittur frá Bautan-uuuuuum             Rútuhópurinn káti    

20.04.2015
Aldeilis búið að vera mikið að gera hjá okkur undanfarið..... svo mikið að það hefur ekki verið tími til að setjast niður og skrifa fréttir.  Það gengur svaka vel með öll tamningar og þjálfunarhrossin en svona upp og niður á keppnisvellinum.  Lisa tók þátt í fimmgangnum í KEA mótaröðinni á Þórdísi sinni og gekk bara nokkuð vel hjá þeim stöllum.  Þetta var fyrsta fimmgangskeppni Lisu - aldrei lagt áður.  Nú svo hefur Fróði frá Staðartungu verið hjá okkur í vetur og er gaman að fylgjast með húsbóndanum á þessum höfðingja.
         
      Lísa tekur til kostanna                   stöllur í b úrslitum               smá klikk hjá húsbóndanum

                               
                      Fróði og Viðar                                 og ein góð af Þóri frá Björgum

03.03.2015
Það gengur svo vel með Kötuafkvæmin - þau eru algjörir snillingar...... bara spennandi!!!
         
                                     Katla frá Björgum 6v. undan Kappa frá Kommu

         
                                       Klara frá Björgum 5v. undan Mola frá Skriðu

         
                                Kormákur frá Björgum 4v. undan Kvist frá Skagaströnd

26.02.2015
Nú er Hófsonurinn okkar hann Hrólfur frá Fornhaga aldeilis að springa út.  Framtíðar keppnis!
         
                                    Hrólfur frá Fornhaga II sjö vetra Hófssonur

23.02.2015
Blesi, Blesi, Blesi....... það er bara gaman að fylgjast með framförunum hjá þessum snillingi.  Þetta er algjört hestagull.  Paparassinn smellti nokkrum af þeim félögunum þar sem þeir náðu loksins að leika sér úti.  Á eitthvað að fara að ræða þennan veðurhörmungarvetur eða..............
         
                                       Bara yndislegur þessi Þytur frá Narfastöðum!!!

 
Höfum verið með mjög efnilegan Fróðason í tamningu og þjálfun hérna en þetta er hann Fjölnir frá Staðartungu.  Frábær hestur sem er endalaust að bæta sig.
         
                                             Fjölnir frá Staðartungu 7v. til sölu  

22.02.2015
Bautatölt um helgina og auðvitað var ætt með sænsku Lisu þangað - um að gera að prófa eins mikið og hægt er á meðan hún er hérna hjá okkur.  Lisa gerði sér lítið fyrir og reið sig inn í b úrslit á Dúkkulísu frá Þjóðólfshaga á meðan húsbóndinn sat eftir með sárt ennið.  Væntingin fór inn í sig þarna á glerhörðu svellinu og sýndi fullmikið af skeiðtöktum. 
         
        Vænting og Viðar                      Dúkkulísa og Lisa                    og fyrsti bikarinn í höfn!

20.02.2015
Og þá er Kea mótaröðin byrjuð.  Lisa fór með Þórdísi sína í fyrsta flokk og kræktu þær stöllur sér í þriðja sætið - frábært hjá þeim í þeirra fyrstu fjórgangskeppni.  Viðar fór með Blesann og gekk svona risa vel hjá þeim í forkeppninni - efstir inn í úrslit ásamt Helgu Árnadóttur á Rún frá Reynisstað.  Það fór ekki eins vel í úrslitunum, Blesinn ekki alveg í fókus en allt er þetta nú tamning og bara skemmtilegt :-)
                             
                Lisa og Þórdís 3. sætið 6,50(6,07)          Viðar og Þytur 5. sætið 6,00(6,43)

16.02.2015
Dalvíkingarnir héldu ísmót um helgina og skelltum við okkur þangað.  Viðar með Væntingu og Lísa með Þórdísi.  Vænting endaði í þriðja sæti og Lisa + Þórdís alveg við að komast í úrslit.  Skemmtilegt mót og frábært veður.
         
     Lisa og Þórdís frá Björgum         Viðar og Vænting frá Hrafnagili               Þriðja sætið!

22.01.2015
Þau gerðu það gott húsbóndinn og heimasætan - lönduðu bæði "Knapi ársins" hjá Létti annað árið í röð.
         
       Hamingjusöm feðgin               Knapi ársins ungm. Fanndís             Knapi ársins Viðar Braga

20.01.2015
Fyrsta frétt ársins, sænska vinnukonan okkar hún Lisa Lantz er mætt til okkar og er byrjuð að þjálfa nýju merina sína hana Þórdísi á fullu.  Mikil ást í gangi á milli þeirra og skellti Lisa sér í búðina og keypti eitt mesta bling-bling hestateppi sem við höfum séð :-)
                                              
                                                  Velkomin til okkar Lisa!

Fréttir 2014

Fréttir 2013

  Fréttir 2012  

 Fréttir 2011

 

 

 

Hit Counter
Teljari settur í okt. 2009

Hrossaræktarbúið Björg 1 - IS601 Akureyri - ICELAND - Tel. +354 661 6111 - email: viddiogolla@bjorg1.is
Viðar Bragason og Ólafía Kr. Snælaugsdóttir
Vefhönnun: Anna Guðrún Grétarsdóttir